Sævar Helgi Bragason – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði og ánægju að Sævar Helgi  Bragason er gestur hátíðarinnar í ár. Sævar er stjörnufræðikennari, vísindamiðlari og höfundur bókanna Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (2016) og Geimverur: Leitin að lífi í geimnum (2017).
Sævar starfar við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi hjá KrakkaRÚV, auk þess að vera tíður gestur í fjölmiðlum til að fræða fólk á öllum aldri um vísindi.
Lesa meira … 

The Moorland announces with great joy that Sævar Helgi Bragason is a guest at this year’s festival. Sævar is an Astronomy teacher, science advocator and the author of the books Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (“Stargazing for the whole family”, 2016) and Geimverur: Leitin að lífi í geimnum (“Aliens: the search for life in space”, 2017). Sævar works as a radio and television presenter at KrakkaRÚV and he is a frequent guest in the media, teaching people of all ages about science.  Read more … 
 

Dagný Kristjánsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Dagný Kristjánsdóttir er gestur á hátíðinni. Dagný er prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku og menningardeild, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Lesa meira …

The Moorland happily announces that Dagný Kristjánsdóttir is our guest at the festival this year. Dagný is a professor in Contemporary Icelandic Literature at the faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies at the University of Iceland.
Read more …

Ævar Þór Benediktsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Ævar Þór Benediktsson (f. 1984), leikari og rithöfundur, er gestur hátíðarinnar í haust. Hann er þekktastur fyrir bókaröðina ,,Þín eigin”, þar sem lesandinn ræður ferðinni og bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns. Hann hefur einnig starfað mikið í sjónvarpi og útvarpi, þá mest sem Ævar vísindamaður.
Ævar stóð fjórum sinnum fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns, en í þeim hafa um 230 þúsund bækur verið lesnar samtals.
Lesa meira … 
The Moorland is happy to announce that Ævar Þór Benediktsson (1984) will be a guest at the festival in October. Ævar is an actor and author, best-known for his Þín eigin (Your own) – series, where it’s up to the reader to decide what way the story goes, and his books about Ævar the Scientist’s childhood escapades. He has worked in television and radio, mostly as Ævar the Scientist. Ævar has been running four seasons of his Ævar the Scientist´s reading promotion campaign, with which all together around 230.000 books have been read.  
Read more … 
 

Marta Hlín Magnadóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Marta Hlín Magnadóttir verður gestur á hátíðinni. Hún er fædd árið 1970 á Ísafirði og bjó þar til tvítugs. Vorið 2011 lauk hún M.Ed námi frá Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum, með íslensku og íslenskukennslu sem kjörsvið. Mastersritgerðin bar nafnið Lesandi er landkönnuður og fjallar um barnabækur í kennslu á miðstigi. Sama haust stofnaði hún Bókabeituna ásamt Birgittu Elínu Hassell í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í úrvali á barnabókum og um leið að kenna sem flestum börnum að lesa.
Lesa meira …

It’s a pleasure to announce that Marta Hlín Magnadóttir will be a guest at the festival. In 2011 she completed her MA of Education at the University of Iceland in Education and Teaching with Icelandic Language and Teaching as a specialisation. Her Master’s thesis, titled “The reader is an explorer”, deals with children’s books in primary school teaching. In the autumn of 2011, she founded the publishing house Bókabeitan together with Birgitta Elín Hassell. Their purpose was to make the selection of children’s books on the Icelandic market more diverse and promote reading among as many children as possible.  Read more … 
 

Ármann Jakobsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Ármann Jakobsson verður gestur okkar í haust. Ármann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við
Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér skáldverkin Fréttir frá mínu landi (2008), Vonarstræti (2008), Glæsir (2011), Brotamynd (2017) og Útlagamorðin (2018).
Árið 2014 kom fyrsta barnabók Ármanns út, Síðasti galdrameistarinn og er hún myndskreytt af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Lesa meira …
Myrin is happy to announce that Ármann Jakobsson will be our guest at this year’s festival. Ármann is a professor of Medieval Icelandic Literature at the University of Iceland. He has published the novels Fréttir frá mínu landi (2008), Vonarstræti (2008), Glæsir (2011), Brotamynd (2017) and Útlagamorðin (2018).
In 2014, his first children’s book came out, called Síðasti galdrameistarinn (“The last wizard”), with illustrations by Bergrún Íris Sævarsdóttir.   Read more…
 

Þórdís Gísladóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Þórdís Gísladóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd 14. júlí árið 1965 og ólst upp í Hafnarfirði. Þórdís lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði MA-nám í bókmenntum og lauk fil.lic-prófi í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð þar sem lokaverkefnið var rannsókn á tvítyngi. Auk ritstarfa hefur Þórdís starfað sem bókmenntagagnrýnandi, fyrirlesari, blaðamaður, starfað við dagskrárgerð, við vefritstjórn og ritstýrt tímaritinu Börnum og menningu.
Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hefur einnig samið námsefni og skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur, bækurnar um hinn óborganlega grallara Dodda. Þá hefur hún þýtt fjölda bóka og leikrit, flest úr sænsku. Fyrsta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010.
Lesa meira …
We are very happy to announce that Þórdís Gísladóttir is a guest at the Moorland festival in October. She is a writer and translator, born in 1965. Þórdís finished her Bachelors degree in Icelandic at the University of Iceland, a Master’s in Literature and graduated as Ph.Lic in Scandinavian Studies at Uppsala University in Sweden. Þórdís writes both for children and adults. She has also composed study material and published books for adolescents in cooperation with Hildur Knútsdóttir, about the incredibly funny 14 year old Doddi. She has translated several books and plays, most of them from Swedish to Icelandic.
Þórdís was awarded with Fjöruverðlaunin, the Women’s Literary Prize, and she was nominated three times for the Icelandic Literary Prize. For her translation of Allt er ást (“All is love”) by Kristian Lundberg, she was nominated for the Icelandic Translator’s Prize. The poetry book Óvissustig (“Levels of Uncertainty“) was nominated for the May Star in 2016, a poetry award given by The Icelandic Writers’ Union and The National and University Library of Iceland for the best poetry book of the year.    Read more …
 

Rán Flygenring – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Rán Flygenring verður gestur hátíðarinnar í haust. Rán er fædd árið 1987 og er myndskreytir og grafískur hönnuður frá Reykjavík. Hún starfar að verkefnum víða um heim, myndskreytir, ritstýrir og kemur fram á hinum ýmsu listahátíðum svo fátt eitt sé nefnt.
Að loknu stúdentsprófi árið 2006 lærði Rán grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og fór í framhaldsnám til Oslóar þar sem hún lauk Mastersnámi í hönnun frá Listaháskólanum þar í borg árið 2015.
Lokaverkefni Ránar frá Listaháskóla Íslands Stundum kom út árið 2009 og í kjölfar þess kom hún að útgáfu á meira en 10 verkum, ýmist sem myndskreytir eða hönnuður og oftast í samstarfi við þýska rithöfundinn Finn-Ole Heinrich. Samstarf þeirra tveggja hefur verið einstaklega gjöfult og hafa þeim hlotnast hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. Fuglar er nýleg afurð Ránar en hana gerir hún í samstarfi við Hjörleif Hjartarson og vakti bókin strax mikla athygli og hlaut margvíslegar viðurkenningar.
Lesa meira …
The Moorland is happy to present Rán Flygenring as one of its participating authors this fall. Born in 1987, Rán is an illustrator, designer and artist from Reykjavík. She works internationally on projects ranging from live-drawing at festivals and conferences to editorial work for publishers and galleries.
After finishing high school in 2006, Rán studied Graphic Design, Design and Typography in Iceland, Germany, Switzerland and Norway, achieving a Master’s degree in design at the Oslo National Academy of the Arts in 2015.
Since her first publication Stundum, the final project of her Bachelor’s studies published in 2009, Rán was involved in more than 10 publications of both books and designs, often in cooperation with the German author Finn-Ole Heinrich and their works have been awarded with many nominations and awards. Her most recent publication Fuglar (“Birds”) which was published in cooperation with Hjörleifur Hjartarson in 2017, has received a lot of attention and credit.
Currently, she works as a self-employed illustrator, designer and artist for many international clients.   Read more …

Ragnheiður Eyjólfsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Ragnheiður Eyjólfsdóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd árið 1984 og ólst upp í gamla vesturbænum í Reykjavík, fyrir utan þrjú ár sem hún bjó í Danmörku á unglingsaldri. Með B.a. próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands upp á vasann flutti Ragnheiður til Árósa og hóf þar framhaldsnám við Arkitektskolen Aarhus þaðan sem hún lauk námi árið 2012. Ragnheiður hóf að skrifa sína fyrstu skáldsögu meðan hún var í barneignarleyfi en sú vinna hefur undið upp á sig því Ragnheiður hefur nú snúið sér alfarið að ritstörfum.
Ragnheiður sendi handritið af Skuggasögu – Arftakanum inn í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og bar sigur úr býtum. Bókin hlaut þar að auki Bóksalaverðlaunin í flokki íslenskra ungmennabóka sama ár. Seinni bókin, Skuggasaga – Undirheimar, kom út árið eftir (2016) og hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 í flokki frumsaminna barnabóka. Gert er ráð fyrir að ný skáldsaga eftir Ragnheiði komi út haustið 2018.
Lesa meira …

We are very happy to announce that Ragnheiður Eyjólfsdóttir is our guest in October. She was born in 1984 and spent her childhood in Reykjavík, apart from the three years she lived in Denmark during her teenage years. With a degree in Architecture from the Iceland Academy of the Arts, Ragnheiður moved to Aarhus in 2009 to do her Master’s. She now lives in Munich, Germany, together with her husband, two sons and a ten kilo cat. Ragnheiður started writing her first novel while she was on parental leave, after which she turned completely to writing. She won the Icelandic Children’s Book Prize in 2015 after sending in her script of Skuggasaga – Arftakinn. The book was also awarded the Icelandic Youth Book of the Year. The second book in the series, Skuggasaga – Undirheimar, was published the following year (2016) and for that she received the 2017 Children’s Book Prize. A new novel by Ragnheiður is expected to come out in the Autumn 2018.   Read more …

Kristín Helga Gunnarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Kristín Helga Gunnarsdóttir er gestur hátíðarinnar í október.
Hún er fædd árið 1963 í Reykjavík og stundaði spænskunám við Háskólann í Barcelona og Háskóla Íslands en útskrifaðist með BA-próf í fjölmiðlafræði og spænskum bókmenntum frá háskólanum í Salt Lake City í Utah árið 1987. Eftir að hafa starfað við fréttamennsku í nokkur snéri Kristín Helga sér alfarið að ritstörfum og blaðamennsku og kom fyrsta bók hennar, Elsku besta Binna mín, út árið 1997. Síðan þá hafa komið út eftir Kristínu Helgu á fjórða tug verka sem spanna allt frá skáldsögum og smásögum, jafnt fyrir yngri sem eldri lesendur, yfir í sjónvarpshandrit og lestrarefni fyrir grunnskóla. Nýjasta bók hennar Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels er tilnefnd fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár ásamt Fjöruverðlaununum og var einnig tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesa meira …
The Moorland happily announces that Kristín Helga Gunnarsdóttir (1963) is our guest at the festival in October.  After studying Spanish at the University of Iceland and in Barcelona she graduated from the University of Salt Lake City in Utah with a BA-degree in Media Studies and Spanish Literature in 1987.  Kristín Helga worked as a reporter in Iceland for 11 years before she became a full time author and journalist. Her first book was published in 1997 and since then she has written around forty books, for adults and children, short stories, novels, tv scripts and teaching materials. Kristín Helga has won numerous awards and prizes for her work. Her latest book Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels (“Be invisible – the story of Ishmael’s escape”) won Fjöruverðlaunin – The Women’s Literature Prize in 2018 and is nominated for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2018. She based her story on the experiences of the 300,000 unaccompanied child refugees currently in Europe in search of a home and a future and interviews with Syrian families in Iceland.   Read more …
 

Högni Sigurþórsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Högni Sigurþórsson (f. 1970) verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er menntaður myndlistarmaður sem hefur að mestu starfað á vettvangi leikhúss og grafískrar hönnunar. Hann vinnur jöfnum höndum þrívítt og tvívítt og flakkar á milli miðla og eru leiksýningar með blandaðri tækni, notkun á grímum, brúðum og umbreytingu hluta úr einu í annað honum sérstakt áhugamál. Um þessar mundir er Högni að hanna leikmynd fyrir Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson sem stendur til að frumsýna í janúar 2019.
Kvæðið um Krummaling, myndskreytt af Högna við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar og sem tilnefnd var til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar árið 2018 er fyrsta bókin sem hann gefur út undir eigin nafni.   Lesa meira …
The Moorland is delighted to announce that Högni Sigurþórsson (1970) will be our guest at the festival this autumn. He is an educated artist and has been working mostly with theatre and graphic design. He works both two-dimensionally and three-dimensionally as he moves between different media and plays around with mixed techniques. Högni is especially interested in using masks, dolls and transforming objects into something else. He is now doing the scenography for Þitt eigið leikrit (“Your own play”) by Ævar Þór Benediktsson, which premieres in January 2019.
He was  nominated for the Reykjavík Children’s Book Prize 2018 for the book Kvæðið um Krummaling (“The Poem about little Raven). The book consists of poetry by Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson and illustrations by Högni, and it is the first book he publishes under his own name.  Read more …