Saman úti í mýri – FRESTAÐ / POSTPONED

Í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn Mýrarinnar ákveðið að fresta alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Saman úti í mýri sem átti að fara fram 8.-11. október 2020 um eitt ár. Farið vel með ykkur og við hlökkum til að sjá ykkur á hátíðinni í Norræna húsinu dagana 7.-10. október 2021!

Due to the Covid-19 pandemic the Mýrin board has decided to postpone the Mýrin festival Together in the Moorland until October 7th-10th 2021. Take good care and we look forward to see you in October 2021!

Myndir frá hátíðinni 2018 / Pictures Mýrin 2018

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri var haldin í Norræna húsinu dagana 11. – 14. október 2018. Fjöldi barna og fullorðinna sóttu skemmtilega og fróðlega upplestra og fyrirlestra, vinnustofur, málstofur, viðburði og heiðursdagskrá. Gestum og þátttakendum, skólabörnum og bókaormum á öllum aldri þökkum við innilega fyrir komuna á hátíðina í ár!
The International Children’s and Youth Literature Festival Mýrin / In the Moorland was held 11 – 14 October 2018 in the Nordic House in Reykjavík. School classes, families, scholars, professionals, and authors and illustrators from Iceland and abroad participated in the four-day program with readings, workshops, a symposium, lectures and many special events. We would like to thank all guests and participants, children, and bookworms of all ages for taking part in the festival! 

Smellið hér til að sjá ljósmyndir frá Úti í Mýri 2018. 

Click here to see the Photos from Mýrin 2018.

 


 

Þorgerður Agla Magnúsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018


Þorgerður Agla Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972 en ólst upp vestur í Önundarfirði til 17 ára aldurs. Hún lauk B.A.- prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarstjórnun frá Queen Margaret University í Edinborg í Skotlandi. Hún hefur búið á Ítalíu, Skotlandi og Tævan. Agla starfaði hjá Bókmenntasjóði og svo seinna Miðstöð íslenskra bókmennta árin 2008- 2016. Haustið 2016 stofnaði hún bókaútgáfuna Angústúru ásamt Maríu Rán Guðjónsdóttur.            Lesa meira … 
Þorgerður Agla Magnúsdóttir was born in Reykjavík in 1972 and grew up in Önundarfjörður in West Iceland until the age of 17. She has a B.A. degree in Literary Studies from the University of Iceland and a M.A. degree in Cultural Management from Queen Margaret University in Edinburgh, Scotland. Agla has worked at Bókmenntasjóður and also at Miðstöð íslenskra bókmennta (Icelandic Literature Center) from 2008 to 2016. In the fall of 2016 she established the book publishing company Angústúra with María Rán Guðjónsdóttir.          Read more … 

Marloes Robijn – Gestur 2018 / Guest 2018

Marloes Robijn (1985) frá Hollandi er menntuð í norrænum fræðum, (barna)bókmenntum og
almennum málvísindum. Árið 2017 kom hún á fót lestrarverkefninu Lestrarvinir. Verkefnið byggir á hollenska verkefninu VoorleesExpress sem tengir saman sjálfboðaliða og fjölskyldur með lestri. Sjálfboðaliðar lesa fyrir börnin og örva þannig bæði lestraráhuga og íslenskukunnáttu þeirra.     Lesa meira … 
Marloes Robijn (1985) from the Netherlands has a background in Scandinavian studies, (Children’s) Literature and Clinical Linguistics. In 2017, she started the reading project Lestrarvinir in Reykjavík. Lestrarvinir is based on the Dutch project VoorleesExpress that connects volunteers to families with low literacy. The volunteers read books to the children to stimulate language development, pre-literacy skills and the joy of reading books. Read more…

Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir verður gestur á hátíðinni. Sigríður er háskólanemi, bókaunnandi, prófarkarhlustari og ritstýra sem spilar einstaka sinnum á selló. Um þessar mundir leggur hún stund á M.Ed. við Háskólann á Akureyri og stefnir á kennslu á framhaldsskólastigi. Í sumar lauk hún starfsnámi í ritstjórn hjá Benedikt bókaútgáfu.
Sigríður er með B.A. í Almennri bókmenntafræði og M.A. í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu en hún lauk meistaraprófsritgerðinni sinni, „Hvað viltu lesa? – Hvað vilja ungmenni lesa og hvernig vilja þau nálgast lesefnið?“, nú í haust.  Lesa meira … 
It’s a pleasure to announce that Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir will be a guest at the festival. Sigríður is a university student, book lover, editor and audio editor, who occasionally plays the cello. Currently she studies for her M.Ed. at The University of Akureyri and her goal is to teach at secondary level. In spring, she finished her internship in Editing at publishing house Benedikt. Sigríður holds a BA in Literary studies and finished her MA in Editing and Publishing with the thesis “What do you like to read – what do young adults like to read and how
do they like to read it?”   Read more … 
 

Hólmfríður Ólafsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Hólmfríður Ólafsdóttir verður þátttakandi á málþinginu sem fram fer föstudaginn 12. október. 
Hólmfríður starfar sem verkefnastjóri viðburða hjá Borgarbókasafninu. Hún tók þátt í að skipuleggja verðlaunahátíðina Sögur en Sögur–verðlaunahátíð barnanna fór fram í Eldborg í apríl s.l. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlaunuðu íslensk börn á aldrinum 6-12 ára allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar var að auka lestur barna, að upphefja barnamenningu og að hvetja börn til skapandi verka. Lesa meira …
Mýrin is happy to announce that Hólmfríður Ólafsdóttir will participate in the conference on 12 October. Hólmfríður works as Event and Communication Manager at the Reykjavik City Library. She is responsible for various events and directs many of the big family events within the library including Culture Night and Vetrarhátíð. Hólmfríður has been part of projects aimed to promote reading and worked together with both schools and the City Library. She took part in planning Sögur – verðlaunahátíð barnanna (Stories – Children’s Awards) which took place in Harpa last April. The main purpose with these awards were to promote children’s culture, reading and creativity.  Read more … 

Sigrún & Þórarinn Eldjárn – Heiðursgestir 2018 / Guests of Honour 2018

                            

Mýrin kynnir með stolti heiðursgesti hátíðarinnar,
mynd- og rithöfundana Sigrúnu Eldjárn og Þórarin Eldjárn.

The Moorland is most honoured to welcome
the beloved authors Sigrún Eldjárn and ÞórarinN Eldjárn
as Guests of Honour at this year’s Festival.

Sigrún Eldjárn er fædd í Reykjavík 1954. Sigrún starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd.
Sigrún hóf fljótt að myndskreyta bækur en árið 1980 ákvað hún að reyna sig líka á ritvellinum. Það sama ár kom út hennar fyrsta bók, Allt í plati! 
Síðan þá hefur hún gefið út allt frá einni og upp í fleiri bækur á hverju ári og eru þær nú orðnar óteljandi. 
Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík 1949. Hann stundaði háskólanám í Lundi og í Reykjavík, las bókmenntasögu, heimspeki og íslensku. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom út 1974 og síðan hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi. Eftir hann liggja ótal ljóðabækur fyrir fullorðna og börn, smásagnasöfn og skáldsögur auk þess sem hann hefur átt aðild að mörgum sviðsverkum og fengist við þýðingar.

Lesa meira … 
Sigrún Eldjárn was born in Reykjavík in 1954. She graduated from the Icelandic Academy of Art and Crafts in 1977. Sigrún works as an artist and writer. She has had several solo exhibitions as well as taken part in numerous group exhibitions around the world.
Early in her career, Sigrún started illustrating books, but in 1980 she decided to attempt writing as well. That same year her first book, Allt í plati! was published. Since then she has written and illustrated countless books.

Þórarinn Eldjárn was born in Reykjavík in 1949. He studied Literary History, Philosophy and Icelandic at the universities in Lund and in Reykjavik. Þórarinn’s first book of poetry, Kvæði, was published in 1974 and since then he has worked as a writer and translator. He wrote numerous poetry books for adults and children as well as collections of short stories and novels.
Read more …