Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku og menningardeild, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur oft kennt barna- og unglingabókanámskeið við deildina og skrifað mikið um börn og bækur, bæði sögulega og í samtímanum. Síðasta bók hennar heitir Bókabörn. Íslenskar barnabókmenntir verða til (2015).
Dagný tekur þátt í málstofu á ráðstefnudegi hátíðarinnar, föstudaginn 12. október.