Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason (f. 1984), stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, er höfundur bókanna Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (2016) og Geimverur: Leitin að lífi í geimnum (2017) og von er á nýrri bók frá honum fyrir jól um dularfyllstu og ógnvænlegustu fyrirbæri alheimsins, svarthol. Sævar starfar við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi hjá KrakkaRÚV, auk þess að vera tíður gestur í fjölmiðlum til að fræða fólk á öllum aldri um vísindi. Hann kennir stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík og í menntaverkefnum á vegum Háskóla Íslands eins og Háskólalestinni og Háskóla unga fólksins. Sævar vinnur nú að sjónvarpsþáttum um loftslags- og umhverfismál sem sýndir verða á RÚV snemma árs 2019. 
Vorið 2014 hlaut Sævar titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir framlag sitt til vísindafræðslu af JCI á Íslandi. Árið 2016 hlaut hann viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi vísindamiðlun og árið 2018 Vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi.