Marta Hlín Magnadóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Marta Hlín Magnadóttir verður gestur á hátíðinni. Hún er fædd árið 1970 á Ísafirði og bjó þar til tvítugs. Vorið 2011 lauk hún M.Ed námi frá Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum, með íslensku og íslenskukennslu sem kjörsvið. Mastersritgerðin bar nafnið Lesandi er landkönnuður og fjallar um barnabækur í kennslu á miðstigi. Sama haust stofnaði hún Bókabeituna ásamt Birgittu Elínu Hassell í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í úrvali á barnabókum og um leið að kenna sem flestum börnum að lesa.
Lesa meira …

It’s a pleasure to announce that Marta Hlín Magnadóttir will be a guest at the festival. In 2011 she completed her MA of Education at the University of Iceland in Education and Teaching with Icelandic Language and Teaching as a specialisation. Her Master’s thesis, titled “The reader is an explorer”, deals with children’s books in primary school teaching. In the autumn of 2011, she founded the publishing house Bókabeitan together with Birgitta Elín Hassell. Their purpose was to make the selection of children’s books on the Icelandic market more diverse and promote reading among as many children as possible.  Read more …