Vera er nýr verkefnastjóri Mýrarinnar

Vera Knútsdóttir lauk doktorsprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands í júní 2021. Vera hefur sinnt stundakennslu við Háskólann og skrifað gagnrýni og umfjallanir um íslenskar bókmenntir um árabil fyrir ýmsa miðla eins og Bókmenntavefinn, Tímarit Máls og menningar, Skírni og Rás 1. Hún starfaði um tíma sem ferðaráðgjafi fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn og sem deildarbókavörður í afleysingum á Borgarbókasafni, kom að barnastarfi og bókmenntagöngum safnsins. Vera lauk mastersnámi í bókmenntafræði frá Háskólanum í Amsterdam en hún dvaldi einnig um tíma í Frakklandi, lagði stund á frönsku, franskar bókmenntir og var starfsnemi hjá frönsku bókmennta- og listahátíðinni Les Boreales. Vera er gift, á tvö börn og er að flytja heim til Reykjavíkur eftir tæp fjögur ár í Kaupmannahöfn.