Kristín Helga Gunnarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Kristín Helga Gunnarsdóttir er gestur hátíðarinnar í október.
Hún er fædd árið 1963 í Reykjavík og stundaði spænskunám við Háskólann í Barcelona og Háskóla Íslands en útskrifaðist með BA-próf í fjölmiðlafræði og spænskum bókmenntum frá háskólanum í Salt Lake City í Utah árið 1987. Eftir að hafa starfað við fréttamennsku í nokkur snéri Kristín Helga sér alfarið að ritstörfum og blaðamennsku og kom fyrsta bók hennar, Elsku besta Binna mín, út árið 1997. Síðan þá hafa komið út eftir Kristínu Helgu á fjórða tug verka sem spanna allt frá skáldsögum og smásögum, jafnt fyrir yngri sem eldri lesendur, yfir í sjónvarpshandrit og lestrarefni fyrir grunnskóla. Nýjasta bók hennar Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels er tilnefnd fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár ásamt Fjöruverðlaununum og var einnig tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesa meira …
The Moorland happily announces that Kristín Helga Gunnarsdóttir (1963) is our guest at the festival in October.  After studying Spanish at the University of Iceland and in Barcelona she graduated from the University of Salt Lake City in Utah with a BA-degree in Media Studies and Spanish Literature in 1987.  Kristín Helga worked as a reporter in Iceland for 11 years before she became a full time author and journalist. Her first book was published in 1997 and since then she has written around forty books, for adults and children, short stories, novels, tv scripts and teaching materials. Kristín Helga has won numerous awards and prizes for her work. Her latest book Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels (“Be invisible – the story of Ishmael’s escape”) won Fjöruverðlaunin – The Women’s Literature Prize in 2018 and is nominated for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2018. She based her story on the experiences of the 300,000 unaccompanied child refugees currently in Europe in search of a home and a future and interviews with Syrian families in Iceland.   Read more …