Rán Flygenring – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Rán Flygenring verður gestur hátíðarinnar í haust. Rán er fædd árið 1987 og er myndskreytir og grafískur hönnuður frá Reykjavík. Hún starfar að verkefnum víða um heim, myndskreytir, ritstýrir og kemur fram á hinum ýmsu listahátíðum svo fátt eitt sé nefnt.
Að loknu stúdentsprófi árið 2006 lærði Rán grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og fór í framhaldsnám til Oslóar þar sem hún lauk Mastersnámi í hönnun frá Listaháskólanum þar í borg árið 2015.
Lokaverkefni Ránar frá Listaháskóla Íslands Stundum kom út árið 2009 og í kjölfar þess kom hún að útgáfu á meira en 10 verkum, ýmist sem myndskreytir eða hönnuður og oftast í samstarfi við þýska rithöfundinn Finn-Ole Heinrich. Samstarf þeirra tveggja hefur verið einstaklega gjöfult og hafa þeim hlotnast hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. Fuglar er nýleg afurð Ránar en hana gerir hún í samstarfi við Hjörleif Hjartarson og vakti bókin strax mikla athygli og hlaut margvíslegar viðurkenningar.
Lesa meira …
The Moorland is happy to present Rán Flygenring as one of its participating authors this fall. Born in 1987, Rán is an illustrator, designer and artist from Reykjavík. She works internationally on projects ranging from live-drawing at festivals and conferences to editorial work for publishers and galleries.
After finishing high school in 2006, Rán studied Graphic Design, Design and Typography in Iceland, Germany, Switzerland and Norway, achieving a Master’s degree in design at the Oslo National Academy of the Arts in 2015.
Since her first publication Stundum, the final project of her Bachelor’s studies published in 2009, Rán was involved in more than 10 publications of both books and designs, often in cooperation with the German author Finn-Ole Heinrich and their works have been awarded with many nominations and awards. Her most recent publication Fuglar (“Birds”) which was published in cooperation with Hjörleifur Hjartarson in 2017, has received a lot of attention and credit.
Currently, she works as a self-employed illustrator, designer and artist for many international clients.   Read more …