Það gleður okkur í stjórn Mýrarinnar að tilkynna að hafinn er undirbúningur að næstu hátíð sem fara mun fram haustið 2018! Takið endilega frá dagana 11. – 14. október 2018 því þá mun Norræna húsið fyllast af barnabókahöfundum héðan og þaðan, kátum krökkum alls staðar að og öllum áhugasömum um börn og barnabókmenntir. Við lofum spennandi upplestrum, krassandi vinnustofum og áhugaverðum málstofum.
We are happy to announce that we started preparing for the next Moorland Festival that will take place in autumn 2018! Mark 11 – 14 October 2018 in your calendar, because then the Nordic House will be filled with writers of children’s books from far and near, children’s literature enthusiasts and hundreds of excited kids. We promise entertaining readings, fun workshops and interesting seminars. Stay tuned!








Find more pictures of the Moorland Festival 2016 here.
Category: Uncategorized
Hátíð í bæ – og borg!
Reykjavík er sannarlega menningarborg, og Mýrin er stolt af því að vera ein þeirra hátíða sem auðga borgarlífið á ári hverju.
Reykjavík is truly a city of culture, and The Moorland is proud to be among the festivals enriching the city life each year.

Vetrarhátíð hefst í í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, með tilkomumiklu opnunaratriði við Hörpu. Í henni taka þátt öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að borgarbúar hafa aragrúa menningarviðburða á næsta leiti frá heimili sínu. Næstu fjóra daga iðar borgin af menningarlegu lífi: söfn og sýningar taka fagnandi á móti gestum á Safnanótt 5. febrúar, og sólarhring síðar opna fjölmargar sundlaugar borgarinnar dyr sínar fyrir gestum. Endurgjaldslaust er í söfn á Safnanótt og laugar á Sundlauganótt. Sýningar, viðburðir, smiðjur, upplestrar, sundsprettir – það ætti engum að þurfa að leiðast verulega um helgina.
The Winter Lights Festival will be set this Thursday, February 4, with an impressive opening event at Harpa. All the different municipalities in the Reykjavik area participate in the festival, meaning that city dwellers have access to a whole range of events close to home. During the next four days, the city will come alive with an array of cultural events. On the night of February 5, 36 museums will open their doors to visitors and on the night of February 6, many of the city’s swimming pools will do the same. Visitors on those nights will pay no entrance fee but can participate in many events with the theme darkness and light.

Og fleiri hátíða er að vænta fyrir fjölskyldur og börn í borginni. Barnamenningarhátíð fer fram um alla borg dagana 19. – 24. apríl og sjómannadagurinn, og hér í borginni Hátíð hafsins, verður í hávegum hafður um allt land fyrstu helgina í júní. Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður að vanda fagnað með pompi og pragt. Menningarnótt, með öllum sínu fjölmörgu viðburðum, verður haldin 20. ágúst.
And there’s more to come for children and their families. The children’s culture festival takes place all over the city from April 19-24, and the Festival of the Sea celebrates seafarers during the first weekend in June.

Í október verður svo mikið um að vera fyrir börn og fjölskyldur í borginni, því þar á Mýrin gott samferðafólk. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, stendur frá 29. september til 9. október, en hún státar af skemmtilegri barnadagskrá. Að vanda leggur Lestrarhátíð í Reykjavík októbermánuð undir sig með alls kyns skemmtilegu lestrar- og bókatengdum uppákomum og loks er komið að aðalhátíðinni hvað Mýrarliða varðar: Mýrin stendur frá 6. – 9. október og verður stútfull af skemmtilegu bókafjöri.
October will be an eventful month. RIFF, the Reykjavik International Film Festival, will take place from September 29 to October 9, and boast a fun children’s program. The reading festival Lestrarhátíð í Reykjavík, organised by Reykjavik City of Literature, will have a program full of literature related activities for children and adults alike. Mýrin will then take center stage from October 6-9, inviting children and their families to join the book fun at the Nordic House, City Library and more.

Mýrin hvetur börn og fjölskyldur í Reykjavík til að njóta alls þess sem blómlegt menningarlífið í borginni hefur upp á að bjóða og hlakkar til að taka á móti ykkur öllum í Norræna húsinu í október!
Mýrin encourages children and their families in Reykjavík to take advantage of the exciting things the city’s culture life has to offer, and looks forward to welcoming you all to the Nordic House in October!
Gleðilega hátíð!

Marit Anne Sara! – Gestur 2014/Guest in 2014
Það gleður Mýrina að tilkynna að samíski rithöfundurinn Marit Anne Sara verður einn af gestum hátíðarinnar í næstu viku. Sara starfar sem rithöfundur og myndlistamaður. Bók hennar Ilmmiid gaskkas (Between worlds) (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Marit Anne Sara is one of the festival’s many great guests this fall. Sara is an author, artist and project manager. Her book, Ilmmiid gaskkas (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.
Gro Dahle! – Gestur 2014/Guest in 2014
Gro Dahle er einn af fjölmörgum góðum gestum á Páfugl úti í mýri 2014. Hún hefur sent frá sér fjölda ljóða- og barnabóka. Hún velur sér oft flókin og sjaldséð umfjöllunarefni og er þekkt fyrir ljóðrænan barnabókastíl. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bók sína Krigen (2013).
Gro Dahle is one our many great guests in 2014. She has written a number of poetry collections and children’s books. She often writes about themes that are difficult or given little attention and is known for her poetic books for children. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book Krigen (2013).
Øyvind Torsæter! – Gestur 2014/Guest in 2014
Það gleður Mýrina að segja frá því að norski myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Øyvind Torsæter, sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og er árlega tilnefndur til fjölda barnabókaverðlauna í Noregi, verður einn af fjölmörgum góðum gestum hátíðarinnar í næstu viku. Það má með sanni segja að hann sé einn af fremstu myndhöfundum Noregs. Torsæter er tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Brune (2013) sem hann myndskreytir.
The Moorland in 2014 proudly presents the Norwegian artist and author Øyvind Torsæter as one of the festival guests in 2014. Torsæter has received numerous prizes and acknowledgements for his work and every year his is shortlisted for several prizes in Norway. He is without a doubt one of Norways most prominent illustrators and children’s authors. He is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2014 for his workBrune (2013)
Sofia Nordin! – Gestur 2014/Guest in 2014
Mýrin kynnir með stolti, Sofiu Nordin, sem einn af fjölmörgum góðum gestum hátíðarinnar þessa vikuna. Sofia Nordin segir á heimasíðu sinni að það sé vegna ástar sinnar á orðum að hún sé rithöfundur. Þau þemu sem eru henni einkar hugleikin eru: ólík valdakerfi, félagsleg gildi, hinar óskrifuð reglur milli fólks og einsemd.
Sofia Nordin, who will be our guest this week, made her debut as a children’s author in 2003, and has since then published a number of books for teenagers and young readers. Two of her books, Night Sky (2009) and It Happens Now (2010) were shortlisted for the August Prize. In 2005 her first novel for adults was published. Critics and readers alike have praised her books.
Karoliina Pertamo! – Gestur 2014/Guest in 2014
Finnska myndlistarkonan Karoliina Pertamo verður einn af gestum hátíðarinnar Páfugl úti í mýri 2014. Pertamo byrjaði að myndskreyta barnabækur 2010 og hefur síðan þá myndskreytt fjölda bóka og telst nú til fremstu myndhöfunda Finnlands. Bók hennar Råttan Bettan och masken Baudelaire er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
The Finnish artist Karoliina Pertamo is one of our many distinguished guests in 2014. Pertamo started her career as an illustrator of children’s books in 2010 and has since illustrated numerous children’s books and is now one of Finland’s most prominent illustrators. She is nominated for The Nordic Council Children’s and Young People´s Literary Prize in 2014 for her work Råttan Bettan och masken Baudelaire.
Orðaævintýri – A Fairy Tale of Words
Louis Jensen! – Gestur 2014/Guest in 2014
Louis Jensen er menntaður arkitekt en hefur gefið út fjöldan allan af barnabókum, smásögum og ljóðasöfnum. Jensen hefur einstakt næmi fyrir ævintýrinu og hefur verið líkt við sjálfan H.C. Andersen. Bók hans Halli! Hallo! (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Jensen holds a degree in architecture but is a full-time writer who has published children’s books, short stories and poetry collections. He is renowned for his unique sensibility towards the fairy-tale, having been compared to H.C. Andersen. His book, Halli! Hallo! (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.






