Dagana 16.-18. október fer fram alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Týnd úti í mýri. Eru barnabækur týndar eða eru þær leiðarljósið í breyttum heimi? Átján erlendir og innlendir rit- og myndhöfundar og sérfræðingar á sviði barnabókmennta taka þátt í fjölbreyttri þriggja daga dagskrá. Þetta er í tólfta skipti sem hátíðin er haldin en fyrsta hátíðin fór fram árið 2001.
Hátíðin hefst fimmtudaginn 16. október á málþingi fyrir fagfólk á sviði barnabókmennta. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins setur hátíðina. Föstudaginn 17. október er boðið upp á smiðjur fyrir skólahópa en laugardaginn 18. október er fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra: skapandi smiðjur, leiðsögn um sýninguna Lína, lýðræðið og raddir barna, bar(n)svar og fleira skemmtilegt!
Hátíðin er opin öllum og aðgangur er ókeypis.
Skráning á málþingið fer fram í tölvupósti: myrinfestival@gmail.com
Welcome to the international children’s literature festival, Lost in the Moorland in the Nordic House from October 16th to 18th.
Are children’s books lost, or are they a guiding light in a changing world? Eighteen foreign and domestic authors, illustrators, and experts in the field of children’s literature will participate in a three-day program. This is the 12th time the festival is held, the first festival was in 2001.
The festival begins on Thursday, October 16th with a symposium for professionals in the field of children’s literature. Margrét Tryggvadóttir, chairwoman of the Icelandic Writers’ Association, will host the festival. On Friday, October 17th, a workshop for school groups will be offered, while on Saturday, October 18th, there will be a varied program for children and their families: creative workshops, a guided tour of the Pippi exhibition, children’s quiz and more children’s activities and fun!
All workshops and events are free of charge and registration is on myrinfestival@gmail.com