
Mynd: Elsa Björg Magnúsdóttir
Það gleður Mýrina að tilkynna að Gerður Kristný er einn af íslensku höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Gerður Kristný (f. 1970) er fjölbrögðóttur rithöfundur og hefur gefið út á þriðja tug bóka. Þar á meðal eru ljóð, skáldsögur, ævisaga, smásögur, ferðabók og barnabækur. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni sem einnig var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður hefur m.a. hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör, Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu. Gerður er höfundur Ballsins á Bessastöðum sem sló í gegn haustið 2007 og varð að vinsælum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta barnabók Gerðar er barnabókin Dúkka sem kom út í fyrra.
The Moorland is happy to announce that Gerður Kristný is one of the Icelandic authors participating in the festival this fall. Gerður Kristný (b. 1970) is an author of many talents and has published over twenty books, including poetry, novels, a biography, short stories, a travel book and children’s books. Gerður was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010, and nominated for the Nordic Council Literary Prize, for her poetry book Blóðhófnir. She´s been awarded various Icelandic poetry prizes for her poetry, the Icelandic Journalism Awards for her biography of Thelma Ásdísardóttir, the West Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize and the Children’s Book Prize for Marta smarta. Gerður is also the author of The Ball at Bessastaðir, which was a success in 2007 and was staged as a musical in the National Theatre. Gerður’s newest children’s book is Dúkka, published in 2015.
Mýrin tilkynnir með gleði að danski höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen er gestur hátíðarinnar í haust. Kenneth er höfundur ríflega þrjátíu bóka fyrir börn og unglinga og skrifar allt frá fantasíum til vísindaskáldskapar og hryllingsbókmennta. Bækur Kenneths hafa verið þýddar á tólf tungumál. Á íslensku hafa komið út bækurnar Lærlingur djöfulsins og Teningur Mortimers, úr Djöflastríðs-bókaflokknum, en Kenneth er einnig höfundur bókanna um ofurhetjuna Antboy, sem nú hafa verið gerðar þrjár
Það gleður Mýrina að tilkynna að
Mýrin kunngjörir með gleði að enski höfundurinn
Það gleður Mýrina að kynna gest hátíðarinnar í haust, bandaríska rithöfundinn Lawrence Schimel. Lawrence hefur skrifað barnabækur, skáldsögur, ljóð og myndasögur fyrir bæði börn og fullorðna og er jafnvígur á spænsku og ensku. Lawrence er upprunalega frá New York, en hefur búið í Madrid frá árinu 2007 þar sem hann starfar sem þýðandi. Bók hans, Sylvía og drekinn, kom út á íslensku árið 2007. Bækur Lawrence ¿Lees un libro conmigo? og Igual que ellos/Just like them voru valdar í hóp 50 bestu bókanna fyrir börn með fatlanir af Ibby árin 2007 og 2013 og bókin No hay nada como el original hlaut White Raven útnefningu árið 2005. Lawrence hefur jafnframt hlotið Lambda bókmenntaverðlaunin í tvígang, Spectrum verðlaunin, verðlaun sjálfstæðra bókaútgefenda, Independent Publisher Book Award. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hann er jafnframt stofnandi spænsku SCBWI samtakanna, samtaka höfunda og myndhöfunda barnabóka.




