Dagana 16.-18. október fer fram alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Týnd úti í mýri. Eru barnabækur týndar eða eru þær leiðarljósið í breyttum heimi? Átján erlendir og innlendir rit- og myndhöfundar og sérfræðingar á sviði barnabókmennta taka þátt í fjölbreyttri þriggja daga dagskrá. Þetta er í tólfta skipti sem hátíðin er haldin en fyrsta hátíðin fór fram árið 2001.
Hátíðin hefst fimmtudaginn 16. október á málþingi fyrir fagfólk á sviði barnabókmennta. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins setur hátíðina. Föstudaginn 17. október er boðið upp á smiðjur fyrir skólahópa en laugardaginn 18. október er fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra: skapandi smiðjur, leiðsögn um sýninguna Lína, lýðræðið og raddir barna, bar(n)svar og fleira skemmtilegt!
Hátíðin er opin öllum og aðgangur er ókeypis.
Skráning á málþingið fer fram í tölvupósti: myrinfestival@gmail.com
Welcome to the international children’s literature festival, Lost in the Moorland in the Nordic House from October 16th to 18th.
Are children’s books lost, or are they a guiding light in a changing world? Eighteen foreign and domestic authors, illustrators, and experts in the field of children’s literature will participate in a three-day program. This is the 12th time the festival is held, the first festival was in 2001.
The festival begins on Thursday, October 16th with a symposium for professionals in the field of children’s literature. Margrét Tryggvadóttir, chairwoman of the Icelandic Writers’ Association, will host the festival. On Friday, October 17th, a workshop for school groups will be offered, while on Saturday, October 18th, there will be a varied program for children and their families: creative workshops, a guided tour of the Pippi exhibition, children’s quiz and more children’s activities and fun!
All workshops and events are free of charge and registration is on myrinfestival@gmail.com



Mýrin tilkynnir með gleði að danski höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen er gestur hátíðarinnar í haust. Kenneth er höfundur ríflega þrjátíu bóka fyrir börn og unglinga og skrifar allt frá fantasíum til vísindaskáldskapar og hryllingsbókmennta. Bækur Kenneths hafa verið þýddar á tólf tungumál. Á íslensku hafa komið út bækurnar Lærlingur djöfulsins og Teningur Mortimers, úr Djöflastríðs-bókaflokknum, en Kenneth er einnig höfundur bókanna um ofurhetjuna Antboy, sem nú hafa verið gerðar þrjár
Það gleður Mýrina að tilkynna að
Mýrin kunngjörir með gleði að enski höfundurinn
Það gleður Mýrina að kynna gest hátíðarinnar í haust, bandaríska rithöfundinn Lawrence Schimel. Lawrence hefur skrifað barnabækur, skáldsögur, ljóð og myndasögur fyrir bæði börn og fullorðna og er jafnvígur á spænsku og ensku. Lawrence er upprunalega frá New York, en hefur búið í Madrid frá árinu 2007 þar sem hann starfar sem þýðandi. Bók hans, Sylvía og drekinn, kom út á íslensku árið 2007. Bækur Lawrence ¿Lees un libro conmigo? og Igual que ellos/Just like them voru valdar í hóp 50 bestu bókanna fyrir börn með fatlanir af Ibby árin 2007 og 2013 og bókin No hay nada como el original hlaut White Raven útnefningu árið 2005. Lawrence hefur jafnframt hlotið Lambda bókmenntaverðlaunin í tvígang, Spectrum verðlaunin, verðlaun sjálfstæðra bókaútgefenda, Independent Publisher Book Award. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hann er jafnframt stofnandi spænsku SCBWI samtakanna, samtaka höfunda og myndhöfunda barnabóka.
