Timo Parvela

Timo Parvela (f. 1964) er finnskur rithöfundur og fyrrverandi grunnskólakennari. Hann hefur skrifað yfir 100 bækur sem hafa verið þýddar á um 40 tungumál, meðal annars bókaflokkinn Kepler62 og bækurnar um Ella, Pate og Maunz und Wuff. Timo hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín og gerð hafa verið leikrit og kvikmyndir byggð á bókum hans.