Kristin Roskifte

Kristin Roskifte er norskur rit- og myndhöfundur. Hún er höfundur átta barnabóka um ýmis málefni eins og súrrealísk draumahús, það að standa í biðröð, að vera í mannfjölda og dýr með líkamsímyndarvanda. Mestan áhuga hefur Kristin á mannfólki og skoðar hún gjarnan í verkum sínum hvað er líkt og ólík með einstaklingum. Nýjasta bók hennar Alle sammen teller, inniheldur 2768 teiknaðar persónur. Bókin hefur verið þýdd á fleiri en 30 tungumál og vann hin virtu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2019. Íslensk þýðing Sigrúnar Eldjárn Öll með tölu kom út árið 2020.