Kertu Sillaste

Kertu Sillaste (f. 1973) er myndhöfundur, bókahönnuður og textíllistamaður. Hún lauk prófi í textílhönnun árið 1996 frá Estonian Academy of Arts og meistaragráðu í listkennslufærði árið 2017 frá Tallinn University. Kertu kennir börnum myndlist í Estonian Children’s Literature Centre´s Art Chamber og Estonian Art Academy og heldur einnig myndlistarnámskeið fyrir börn í skólum og á bókasöfnum. Hún er meðlimur í samtökum eistneskra grafíkhönnuða og IBBY í Eistlandi. Hún hefur myndskreytt bækur og kennslubækur og unnið fyrir barnatímarit, gefið út sex myndabækur og hannað meðal annars bækur og veggspjöld. Stíll Kertu einkennist af þykkum, lifandi pensilstrokum með indversku bleki og akrýllitum eða klippimyndum. Fjórar myndabækur hennar eru tileinkaðar listum og meðal bóka hennar eru Everyone Makes Art Their Own Way (2016), I Am an Artist (2018), The Animals Went to Town (2019), The Most Beautiful Skirt (2019) og HELP! (2021) sem er bók án orða.