Indrek Koff

Mynd: Dmitri Kotjuh

Indrek Koff (f. 1975) er rithöfundur, þýðandi og útgefandi frá Eistlandi. Hann lauk prófi í frönsku og bókmenntum frá Háskólanum í Tartu. Indrek hefur þýtt fjölda merkra verka úr frönsku og portúgölsku yfir á eistnesku meðal annars eftir höfundana Foucault, Maeterlinck, Houellebecq, Claude Lévi-Strauss, Eric-Emmanuel Schmitt og Machado de Assis. Hann hefur skrifað níu barnabækur og er einn af áhugaverðustu ljóðskáldunum í Eistlandi í dag. Einkennandi fyrir skrif hans eru innri samræður og breytileg sjónarmið.