Eva Rún Þorgeirsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir (f.1978) er rithöfundur og framleiðandi/verkefnastjóri. Hún lærði markaðsfræði í London City College og lauk þriggja ára námi í skapandi leiðtogafræðum í skólanum Kaospilot í Árósum, Danmörku árið 2006.
Eva Rún hefur fjölbreytta reynslu af því að starfa í fjölmiðlum, og hefur m.a. starfað síðustu ár sem framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri á KrakkaRÚV. Þar framleiddi hún og skrifaði Stundina okkar á meðal annarra verkefna. Auk þess hefur hún fjölbreytta reynslu af því að stýra menningarviðburðum.
Eva Rún hefur gefið út átta bækur fyrir börn: Spennusagnaseríuna Lukka og hugmyndavélin, hugleiðslubókina og jógabókina Auður og gamla tréð, og gamansögurnar um jólasveininn Stúf. Auk þess skrifaði hún hljóðbókina Sögur fyrir svefninn á Storytel, sem er safn af stuttum sögum sem börn geta hlustað á áður en þau fara að sofa. Auk þess hefur Eva Rún skrifað fjöldan allan af handritum að sjónvarpsþáttum fyrir börn, þar á meðal þáttaröð um loftslagsmál sem heitir Jörðin.