Agnese Vanaga

Agnese Vanaga er barnabókahöfundur frá Lettlandi og unnandi græns lífsstíls. Hún telur að góð saga geti bæði hvatt okkur áfram og kennt okkur eitthvað nýtt og vonar því að með hverri nýrri bók sem hún skrifar verði til fleiri nýir bókaunnendur.
Bók hennar Plastic hooligans fjallar um tvo stráka sem komast í kynni við óábyrgan lífsstíl okkar jarðarbúa. Bókin var valin ein af bestu bókum meðal ungra lesenda (9-11 ára) í Lettlandi. Sett var upp leikrit byggt á bókinni sem hlaut mjög góðar viðtökur og brátt kemur út teiknimynd einnig er byggð á bókinni. Agnese gaf út tvær bækur á síðasta ári. Önnur þeirra er framhald af Plastic hooligans og heitir Plastic hooligans. A friend went missing. Hin bókin heitir Garden encyclopedia or What is that? og fjallar um einfaldar en óvæntar lífverur í kringum okkur. Bókin var einnig gefin út sem verkefnabók þar sem aðalsöguhetjan fræðir börnin um náttúruna í gegnum skemmtileg og fræðandi verkefni.