Dagskrá

Gestir hátíðarinnar
Hátíðardagskrá 9.–12. október
Framtíðin í barnabókmenntum – málþing 10. október
Orðaævintýri – sýning

Dagana 9.-12. október 2014 fer barnabókmenntahátíðin Mýrin fram í sjöunda sinn í Norræna húsinu. Hátíðin skreytir sig að þessu sinni litskrúðugum fjöðrum hins ævintýralega páfugls og nefnist Páfugl úti í mýri. Páfuglinn skrautlegi er þessa dagana á flakki um heiminn til að taka undir sinn verndarvæng rithöfunda og myndlistamenn sem hann flytur með sér í Norræna húsið í október til að hitta þar sagnaþyrst fólk á öllum aldri. Hátíðin nú í haust er sú stærsta frá upphafi og á henni koma fram yfir 30 rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn til að lesa upp, kenna sagnagerð og myndlist og hittast og spjalla um barnabókmenntir. Hátíðin er opin öllum og aðgangur ókeypis. Frekari upplýsingar um hátíðina og gesti hennar má finna á vefsíðum www.myrin.is

Pdf-skjöl – docs:
Dagkrárbæklingur 2014 | Program 2014
Gestir 2014
Guests 2014
Málþing: Framtíðin í barnabókmenntum
Mýrin dagskrá 2014

Mýrin dagskrá 23sept_Page_1 Mýrin dagskrá 23sept_Page_2 Mýrin dagskrá 23sept_Page_3 Mýrin dagskrá 23sept_Page_4 Mýrin dagskrá 23sept_Page_5 Mýrin dagskrá 23sept_Page_6