Gestir

Á hátíðinni í ár koma fram eru þekktir og vinsælir rithöfundar, fræðimenn og aðrir listamenn frá fjölmörgum löndum auk Íslands.
Meðal barnabókahöfunda sem taka þátt í hátíðinni eru: Candace Fleming og Eric Rohman frá Bandaríkjunum, Katrine Klinken frá Danmörku, Jutta Bauer frá Þýskalandi, Polly Horvath frá Kanada, Svein Nyhus frá Noregi og íslensku höfundarnir Kristín Arngrímsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn.
Þeir fræðimenn sem flytja fyrirlestra og taka þátt í málstofum í ár eru: íslensku fræðimennirnir Anna Heiða Pálsdóttir, Ármann Jakobsson og Dagný Kristjánsdóttir, Kristin Hallberg frá Svíþjóð og Fridunn Tørå Karsrud, Kirsti-Nina Frønæs og Unni Mette Solberg frá Noregi.