Myndir úti í mýri 2010

Hátíðin var haldin í fimmta sinn 2010 undir heitinu Myndir úti í mýri og var þemað að þessu sinni myndir og myndskreytingar í barnabókum. Lagt var upp með veglega hátíð en eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn og því miður komust fæstir erlendu gestirnir til landsins og hátíðin varð fyrir vikið ekki eins stór og áætlað hafði verið. Meðal viðburða voru sýningar, upplestrar, höfundaheimsóknir og málstofur.
Meðal gesta sem komu á hátíðina voru Anna Castagnoli, Áslaug Jónsdóttir, Embla Ýr Bárudóttir, Ingólfur Örn Björgvinsson og Þórarinn Leifsson.
MyndirMyriA5web.jpg